Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Einmitt vegna áður nefndra tengsla minna og hv. 2. þm. Reykv. undrast ég þau stóryrði sem hér hafa verið látin falla. Það var a.m.k. fyrir tveimur eða þremur ræðum um þingsköp sem forseti lýsti því yfir að hún væri fús til að leita ráðslags við formenn þingflokka um hvort ekki bæri að fresta fundinum. Meðan menn hafa verið að hella hér yfir hv. þingheim stóryrðum og vægast sagt ósanngjörnum orðum hafa þessar ráðsleitanir farið fram. Og forseti mun að sjálfsögðu verða við ósk gamals og góðs skólabróður og hv. 2. þm. Reykv. og frestar nú fundi þar til kl. 6, að þingflokksfundum lýkur. --- [Fundarhlé.]
    Það hefur orðið samkomulag milli þingflokkanna að þessari umræðu verði nú frestað.