Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 05. desember 1989


     Friðrik Sophusson:
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra þau svör sem komu fram í síðari ræðu hans hér í dag. Ég skal ekki vera með málalengingar um þetta frv. frekar, en sér í lagi þótti mér gott að heyra útlistanir hans og skýringar á því sem við köllum stundum markaðsvexti og vænti ég þess að hæstv. ráðherra flytji þennan boðskap og komi þessum sjónarmiðum til skila til þeirra sem hafa efast um gildi markaðsvaxta og frjáls markaðskerfis, ekki síst þeirra sem lítið hafa látið sjá sig í dag en eru úr herbúðum hæstv. ríkisstjórnar.