Tekjustofnar sveitarfélaga
Þriðjudaginn 05. desember 1989


     Flm. (Friðrik Sophusson):
    Herra forseti. Þetta mál sem hér er til umræðu er sama efnis og það sem við vorum að ræða rétt áðan. Ég vísa því til fyrri ræðu minnar. Málin eiga samleið en þó ber að geta þess að þetta frv. fjallar um breytingu á lögum nr. 73/1980, en þau lög falla úr gildi um áramótin. Það hefði þess vegna hugsanlega þurft að taka það fram að ætlunin er, ef samþykkt verður, að frvgr. verði jafnframt í nýju lögunum sem taka gildi um næstu áramót. En slík tæknileg atriði getur hv. fjh.- og viðskn. að sjálfsögðu rætt þegar hún fær málið til meðferðar. Mér þótti eðlilegra að flytja tillöguna til breytinga á gildandi lögum, enda er hér verið að ræða hluti sem horfa til breytinga á framkvæmd vegna álagningar útsvars fyrir árið 1989.
    Ég þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta frv. en mælist til þess að því verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.