Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 06. desember 1989


     Guðmundur H. Garðarsson (um þingsköp):
    Virðulegi forseti. Vegna orða hæstv. menntmrh. vek ég athygli hans á því að hvorki hann né sá sem hér talar hafa verið sérstakir stuðningsmenn þess að virðisaukaskattskerfi væri tekið upp á Íslandi. Ég vísa til þeirra ræðna sem hæstv. ráðherra flutti á sínum tíma þegar hann var þingmaður. Þá lagðist hann hart gegn því að frv. til laga um virðisaukaskatt væri flutt hér á þessu þingi. Ég, virðulegi forseti, greiddi því þá ekki atkvæði eins og hæstv. menntmrh. man.