Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 06. desember 1989


     Eyjólfur Konráð Jónsson (um þingsköp):
    Herra forseti. Það var eingöngu til að spyrjast fyrir um það hvort einhver gæti upplýst hvort hæstv. ráðherra Hagstofu mundi ætla sér að vera lengi í útlöndum eða hvort það sé búið að jarða umhverfisfrv. sem átti að gera hann að alvöruráðherra --- það hlýtur að mega fjalla um það í nokkra daga áður en það er samþykkt úr því að það átti að taka gildi fyrir áramót, ég get ekki séð að það geti orðið ef ráðherrann er fjarstaddur --- eða hvaða erindagerðum hann er í yfirleitt. Það kemur flatt upp á mann að nýr ráðherra sem vantar raunar ráðuneyti skuli ekki vera á landinu þegar um það er verið að ræða. Að vísu er það mál víst lagt fram í Nd., skilst mér, og eitthvað hefur verið rætt um það þar. Breyting á stjórnskipunarlögum ætti að fá gaumgæfilega athugun a.m.k. í þessari deild sem lætur nú ekki bjóða sér það að stjórnskipunarlögum landsins sé breytt í einhverju fljótræði og athugunarlaust. E.t.v. gæti einhver upplýst um þetta.