Niðurskurður á riðufé
Fimmtudaginn 07. desember 1989


     Ingi Björn Albertsson:
    Hæstv. forseti. Ég fagna því sem hæstv. landbrh. var hér að segja, að hann vilji hlíta ráðum sérfræðinga. Þá vil ég minna hann á það sem hv. fyrirspyrjandi kom hér inn á að það er einmitt álit Sigurðar Sigurðssonar, sérfræðings sauðfjárveikivarna, að af því sýni sem tekið var og fryst væri ekki hægt að greina, með þeim aðferðum sem þá voru, hvort það væri smitað eða ekki. Nú hvet ég ráðherra einfaldlega til að fara eftir þeim orðum sem hann sagði hér áðan og hlíta ráðleggingum sérfræðinga.