Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Pálmi Jónsson:
    Virðulegi forseti. Eftir venju flytur fjvn. brtt. við 4. gr. sameiginlega. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa, eins og lýst var í gær, fullan fyrirvara um afstöðu til einstakra tillagna og áskilja sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt. sem fram kunna að koma. Þetta þýðir að bæði fjárveitinganefndarmenn stjórnarandstöðunnar og fulltrúar þingflokka stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa fullan rétt og frjálsar hendur til þess að greiða atkvæði gegn eða sitja hjá við einstakar tillögur í öllum þessum málabunka. Ég tel rétt að þetta sé alveg skýrt hér í þessari atkvæðagreiðslu. Eigi að síður segi ég já við þessum tillögum.