Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Halldór Blöndal (um atkvæðagreiðslu):
    Hæstv. forseti. Það væri rétt að bera fyrst upp brtt. 53,a áður en kemur til þeirrar atkvæðagreiðslu sem ég bað um sérstaklega. Svo væri ég þakklátur ef hæstv. forseti sæi til þess að starfsmenn Alþingis útveguðu formanni fjvn. þingsköp Alþingis svo að hann mætti vita hvernig eigi að greiða atkvæði um frv. til fjárlaga sem er satt að segja lágmark fyrir mann í þeirri stöðu að hann hafi kynnt sér áður en umræðan fer fram.