Fjárlög 1990
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Halldór Blöndal (um atkvæðagreiðslu):
    Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að sá háttur sem hv. 2. þm. Suðurl. vildi hafa á um atkvæðagreiðslu um fjárlög er ekki sami háttur og hann hefur á þegar hann lætur greiða atkvæði um frv. í Ed. Það væri kannski rétt að samræma fundarsköpin hjá hv. þm. og skoðanir hans eftir því hvort hann stýrir deildinni eða er óbreyttur þingmaður.