Erfðafjárskattur
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Frsm. félmn. (Jóhann Einvarðsson):
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá félmn. um 56. mál, um erfðafjárskatt. Það er neðrideildarmál og er nál. svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 273.
    Salome Þorkelsdóttir og Margrét Frímannsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.``
    Undir þetta nál. skrifa sá sem hér stendur, Guðmundur H. Garðarsson, Karl Steinar Guðnason, Danfríður Skarphéðinsdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.