Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 276 liggur fyrir álit meiri hl. fjh.- og viðskn. sem leggur til að frv. verði samþykkt.
    Halldór Árnason, skrifstofustjóri í Fjárlaga- og hagsýslustofnun, kom til viðræðna við nefndina og að nefndarálitinu standa auk mín Ragnar Arnalds, Jón Bragi Bjarnason og Þóra Hjaltadóttir.
    Þetta mál var til meðferðar í nefndinni hinn 11. des. og þá var þetta nál. samið. Síðan gerðist það í gær að hæstv. fjmrh. bar fram brtt. við frv. á þskj. 293 og þar er lagt til að hækka heimildir um 250 millj. kr. Þetta er framlag til Lánasjóðs ísl. námsmanna sem í sjálfu sér kann að vera nauðsynlegt og gott og viðkunnanlegt að reiða af hendi. Þó verð ég að átelja þá málsmeðferð að hafa ekki þessa brtt. fyrr á ferð þannig að hún gæti komið í meðferð frv. á fyrri stigum.
    Við tókum málið fyrir á fundi nefndarinnar í morgun og meiri hl. leggur til að brtt. verði samþykkt.