Skuldbreytingar vegna loðdýraræktar
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Frsm. landbn. (Alexander Stefánsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 302 frá landbn. Það er um frv. til laga um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar.
    Nefndin kom saman og ræddi þetta mál. Niðurstaðan varð sú að nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt eins og efri deild afgreiddi það á þskj. 267.
    Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða styðja brtt. er fram kunna að koma.
    Undir þetta rita Alexander Stefánsson, Guðni Ágústsson, Eggert Haukdal, Pálmi Jónsson, Ingi Björn Albertsson, Rannveig Guðmundsdóttir og Ragnar Arnalds.
    Við leggjum sem sagt til að frv. verði samþykkt eins og efri deild gekk frá því.