Skuldbreytingar vegna loðdýraræktar
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Málmfríður Sigurðardóttir:
    Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa uppi langa umræðu í þessu máli. Ég vil bara lýsa því að afstaða Kvennalistans til þessa máls hefur komið fram í Ed. og á nál. þaðan. Ég lýsi ánægju minni yfir að samstaða hefur náðst um þetta mál sem svo margar fjölskyldur eiga allt sitt undir og ég bendi líka á það að það er ekki einungis verið að taka ákvörðun um það að fjölskyldum sé hjálpað og þeim sem eiga allt sitt undir þessu, eins og ég sagði áðan, heldur er í rauninni verið að marka stefnu um það hvort þessi atvinnugrein skuli lifa eða deyja.
    Ég legg áherslu á að strax þegar frv. hefur verið samþykkt verði hafist handa um aðgerðir samkvæmt því.