Skuldbreytingar vegna loðdýraræktar
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Stefán Valgeirsson:
    Herra forseti. Ég vil bara benda flm. brtt. á að þeir misskilja þetta alveg. Bændur mundu hvergi fá skuldbreytingu ef ekki væru einhverjir vextir og það er verið að reyna að takmarka þetta þó við 5% en yfirleitt eru vextir í bönkum a.m.k. 7,5% með verðtryggingu. Það er verið að ákveða það hér að þessir vextir verði sem sagt 5%, og það verður nógu erfitt til að fá bankana til þess að verða við þessu jafnvel þó að 60% verði með ríkisábyrgð.