Álver við Eyjafjörð
Fimmtudaginn 14. desember 1989


     Þóra Hjaltadóttir:
    Virðulegi forseti. Ég vil nota þetta tækifæri og minna á samþykktir stjórna verkalýðsfélaganna við Eyjafjörð frá því í júnílok þar sem mælst var til þess að þessu yrði sérstakur gaumur gefinn og einnig vil ég minna á samþykktir Alþýðusambands Norðurlands í gegnum árin og nú síðast í september sl. þar sem lögð er áhersla á staðsetningu stóriðju í Eyjafirði.
    Hæstv. iðnrh. sagði hér í svari sínu að uppbygging stóriðju væri landsmál en við leggjum ríka áherslu á að atvinnuuppbygging hjá okkur er byggðamál.