Fyrirspyrjandi (Halldór Blöndal):
    Hæstv. forseti. Þegar lántökugjald var samþykkt á síðasta Alþingi var svo ákveðið að það skyldi ná til viðhaldsverkefna í íslenskum skipasmíðastöðvum og þeirra endurbóta sem unnar yrðu í íslenskum skipasmíðastöðvum. Ég beitti mér þá mjög fyrir því að þetta gjald yrði fellt niður. ( Forseti: Ég verð að biðja hv. fyrirspyrjanda, 2. þm. Norðurl. e., aðeins að gera hlé á máli sínu þar sem forseta var ekki kunnugt um að hæstv. fjmrh. væri ekki tilbúinn til að svara þessari fsp. í dag og þess vegna verður hún ekki tekin fyrir.)