Námslán og námsstyrkir
Mánudaginn 18. desember 1989


     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Virðulegi forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. til laga um breytingu á lögum um námslán og námsstyrki og mælir með því að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem á því var gerð í hv. Nd. Hér er efnislega um það að ræða að fjallað er um skipunartíma stjórnar Lánasjóðs ísl. námsmanna, um að stjórnin skuli skipuð til tveggja ára í senn. Skipunartími fulltrúa menntmrh. og fjmrh. skuli þó takmarkaður við embættistíma þeirra ráðherra sem skipuðu þá eða tilnefndu sitji þeir skemur en tvö ár.
    Þetta er ekki ágreiningsmál. Einn nefndarmanna, Halldór Blöndal, skrifar undir með fyrirvara en aðrir sem undirrita nál. eru auk þess sem þetta mælir Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Skúli Alexandersson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, en Salome Þorkelsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Menntmn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.