Lánsfjárlög 1990
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Það er gert ráð fyrir því að skuld Ríkisútvarpsins við Tryggingastofnun ríkisins verði látin ganga upp á móti gömlum skuldum Ríkisútvarpsins við ríkissjóð. ( GA: Skuldajöfnun?) Það er skuldajöfnun. Það eru í raun og veru launaskuldir frá liðnum tíma mjög verulegar og við uppgjör á þeim komi það inn í myndina að um leið og Ríkisútvarpið gerir upp sínar skuldir, þá gerir ríkissjóður upp þann þátt sem lýtur að skuldum Ríkisútvarpsins við Tryggingastofnun ríkisins þannig að það er skuldajöfnun, já.