Eftirlaun til aldraðra
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Guðmundur H. Garðarsson:
    Virðulegi forseti. Við hv. þm. Karl Steinar Guðnason og ég höfum átt svona tveggja til þriggja áratuga samleið innan verkalýðshreyfingarinnar og höfum staðið að ýmsum málum, þar á meðal þessu sem hér um ræðir. Ég vil þakka honum fyrir það sem hann sagði hér í stuttri ræðu áðan, m.a. að skoðun hans væri sú að þetta ætti að fara inn í almannatryggingakerfið. Ég vona að annar hvor okkar eða við báðir verðum til staðar á hinu háa Alþingi þegar þar að kemur, þ.e. þegar þessi lög renna út, til þess m.a. að standa við þessi orð hv. þm.