Bifreiðagjald
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 409 er prentað frv. til laga um breytingu á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald. Frv. er flutt af fjh.- og viðskn. og flutt vegna þess að frv. með sama heiti verður ekki afgreitt hér fyrir áramótin. Hér er um að ræða að færa gjalddaga bifreiðagjalds frá 1. jan. samkvæmt því sem segir í gildandi lögum til 1. mars 1990. Þetta er samkomulagsmál flutt af nefnd og geri ég því ekki tillögu um að því verði vísað til nefndar en að sjálfsögðu til 2. umr.