Veiðieftirlitsgjald
Föstudaginn 22. desember 1989


     Þorv. Garðar Kristjánsson:
    Herra forseti. Ég tel eðlilegt að sjávarútvegurinn standi sjálfur undir kostnaði við veiðieftirlit. En með því að ég er andvígur núverandi fiskveiðistefnu skv. lögum nr. 3/1988, sem mælir fyrir um veiðileyfi og takmörkun afla á hvert skip, er ég á móti tekjuöflun sem er á grundvelli þessara laga og segi ég því nei.