Viðskiptabankar
Föstudaginn 22. desember 1989


     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 465 liggur fyrir álit fjh.- og viðskn. á frv. til laga um viðskiptabanka. Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt þess. Henni gafst ekki tími til þess að skoða málið vandlega en fékk til fundar við sig Jón Ögmund Þormóðsson skrifstofustjóra í viðskrn.
    Hér er um að ræða nauðsynlegt frv. ef verða á af sameiningu banka, þ.e. ef á að sameina Útvegsbankann Verslunarbankanum, Iðnaðarbankanum og Alþýðubankanum.
    Undir nál. rita Matthías Bjarnason, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þórður Skúlason, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Friðrik Sophusson, Guðmundur G. Þórarinsson og Páll Pétursson.