Lánsfjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Ég veit ekki hvort heppilegt er að nota orðið handbendi hér úr þessum ræðustól, ( MB: Það er fremur of gott.) en varðandi þessa brtt. sem ég leyfði mér að flytja, þá er þar um leiðréttingar að ræða, augljósar leiðréttingar. Ég bar mig saman við hv. 1. þm. Reykv. Friðrik Sophusson og sýndi honum fram á að þessar leiðréttingatillögur yrði ég að flytja. Hann gerði engar athugasemdir við þær en sagði að þetta væri bara illa undirbúið hjá okkur. Ég taldi ekki ástæðu til þess að kalla saman nefndina út af þessu atriði. ( MB: Þó útreikningar séu góðir þá nægir það ekki.)