Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Guðrún Agnarsdóttir:
    Hæstv. forseti. Hefðbundin afstaða okkar hefði getað verið sú að sitja hjá við þessa grein. En þessi brtt. sýnir hins vegar skattastefnu ríkisstjórnarinnar í hnotskurn. Kvennalistakonur hafa getað stutt nokkra þætti hennar en veigamestu þættir hennar stríða þó gegn skoðunum okkar í grundvallaratriðum. Nægir þar að nefna virðisaukaskatt, en hluti hans er hinn illræmdi matarskattur sem við erum algerlega mótfallnar. Hann er verið að festa í sessi nú. Tekju- og eignarskattar ríkisstjórnarinnar ganga einnig of nálægt lágtekju- og meðaltekjufólki að okkar mati. Ýmis önnur áhersluatriði brtt. eru með öðrum hætti en við hefðum kosið. Því segi ég nei.