Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Eiður Guðnason:
    Virðulegi forseti. Það er rétt að undirstrika það eins og hér hefur raunar þegar komið fram að hér er verið að greiða atkvæði um tillögu til hækkunar um 40 millj. Hún er flutt af þm. Kvennalistans sem áðan greiddu atkvæði gegn allri tekjuöflun ríkisins. Þetta er auðvitað mjög furðulegt mál. Ég treysti því fullkomlega að staðið verði við þau fyrirheit sem er að finna í stjórnarsáttmálanum um þessi efni og segi því nei við þessari tillögu.