Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Margrét Frímannsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég er hér komin fyrst og fremst til að mótmæla því harðlega að ekkert hafi verið gert í atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni. Á síðasta ári hafa tugir fiskvinnslufyrirtækja fengið fyrirgreiðslu og afgreiðslu hjá Atvinnutryggingarsjóði. Ég veit ekki betur en að í þessum fyrirtækjum vinni fjöldi kvenna, ekkert síður en karla. Ýmislegt hefur verið gert til þess að tryggja að þær haldi sinni atvinnu áfram. Í ljósi þess og þeirra yfirlýsinga sem hér komu frá hæstv. félmrh. segi ég nei.