Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Matthías Bjarnason:
    Virðulegi forseti. Öll erindi sem berast Byggðastofnun eru tekin til afgreiðslu. Þá er metið og vegið hvar er mest þörf fyrir þá fjármuni sem um er beðið. Það hefur aldrei verið spurt um kynferði þeirra sem erindi senda og bæði kynin eiga jafnan rétt til fyrirgreiðslu hjá Byggðastofnun. Ég tel þessa tillögu því algeran óþarfa og segi nei.