Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Jóhannes Geir Sigurgeirsson:
    Virðulegi forseti. Þessi liður sem hér eru greidd atkvæði um, þ.e. framlag til rekstrar Háskólans á Akureyri, er sá liður sem forsvarsmenn skólans geta sætt sig við með þeirri breytingu sem verður á í þeirri brtt. frá meiri hl. fjvn. sem hér verða greidd atkvæði um á eftir. Hins vegar verð ég að lýsa vonbrigðum mínum yfir því að ekki skuli hafa náðst samstaða um hærri framlög til tækjakaupa og innréttinga.
    Ég treysti því hins vegar að staðið verði við fyrirheit um að kennsla í sjávarútvegsfræðum komist af stað á næsta ári og bind m.a. vonir við samstarf við hinar opinberu stofnanir sjávarútvegsins. Þess vegna segi ég nei.