Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Árni Gunnarsson:
    Virðulegi forseti. Með vísan til þess sem fram kom í ræðu hv. formanns fjvn. um verulegar hækkanir til Háskólans á Akureyri frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir og með vísan til þess að sjávarútvegsbraut tekur til starfa eins og ráð var fyrir gert og með vísan til þess að hv. þm. hafa í kór talað um sparnað og niðurskurð og með vísan til þess að brtt. hv. þm. Stefáns Valgeirssonar felur í sér, þrír liðir hennar, 40 millj. kr. hækkun á fjárlögum, þá segi ég nei við þessari brtt.