Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Matthías Bjarnason:
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga hljóðar svo: ,,Að kaupa dagblöð til skóla, sjúkrahúsa og annarra þjónustustofnana ríkisins allt að 500 eintökum af hverju blaði umfram það sem veitt er til blaðanna í 4. gr. og í lið 6.1.`` Ef hér er átt við að kaupa 500 eintök á ári, þá er þetta ekki mjög mikil útgjaldaaukning. Í trausti þess að sú sé meiningin læt ég þessa tillögu afskiptalausa og greiði ekki atkvæði.