Jólakveðjur
Föstudaginn 22. desember 1989


     Kristín Einarsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég þakka virðulegum forseta fyrir hlýjar óskir í garð okkar þingmanna og fjölskyldna okkar. Það hefur oft reynt á virðulegan forseta í vandasömu starfi hér í Sþ. það sem af er vetrar. Ég vil fyrir hönd okkar þingmanna þakka henni fyrir líflega og röggsama fundarstjórn og fyrir hönd okkar allra óska ég henni og fjölskyldu hennar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
    Enn fremur vil ég færa öllu starfsliði Alþingis þakkir okkar þingmanna fyrir ómetanleg og vel unnin störf í þágu þingsins, ekki síst nú síðustu daga í þeim önnum sem ríkt hafa. Ég óska því gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Vil ég biðja hv. þm. að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum.
    [Þingmenn risu úr sætum.]