Röð mála
Þriðjudaginn 23. janúar 1990


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Ég tel að vanda eðlilegt að koma til móts við óskir hv. 2. þm. Norðurl. e., á þessu sviði eins og öðrum, einkum og sér í lagi til þess að stuðla að góðri samvinnu hér á hinu nýja ári, en fyrsta ræða ársins í Ed. hefur nú þegar verið flutt. Ég óska eindregið eftir því við hæstv. forseta að hann verði við frómri ósk hv. 2. þm. Norðurl. e., en ég verð hins vegar að hryggja hann með því að þá gæti farið svo að málið kæmi ekki fyrir fyrr en á morgun og vænti ég að það gæti náðst um það samkomulag einnig, hæstv. forseti.