Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Þriðjudaginn 23. janúar 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Borist hefur eftirfarandi bréf:

    ,,Þar sem Ragnhildur Helgadóttir, 3. þm. Reykv., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að hennar beiðni með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.``

    Undir þetta ritar Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstfl.
    Sólveig Pétursdóttir hefur áður setið fundi yfirstandandi þings og kjörbréf hennar hefur verið rannsakað. Býð ég hana velkomna til starfa.