Útbreiðsla svæðisútvarps á Austurlandi
Fimmtudaginn 25. janúar 1990


     Hjörleifur Guttormsson:
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Kristjánssyni fyrir að hreyfa þessu máli hér. Það er verulegt hagsmunamál fyrir Austurland að ná þessari tengingu sem hér er rætt um. Ég tók þessi mál upp við Ríkisútvarpið og Póst og síma í samtölum við starfsmenn þar sl. haust og þá kom fram að endurbætur væru ráðgerðar í þessu efni. Hér kynnir hæstv. menntmrh. hugmyndir og reyndar ákvarðanir um tengingu við suðursvæðið, það er mikilsvert, en eftir er norðursvæðið sem er ekki tengt og nær ekki þessu svæðisútvarpi, m.a. Bakkafjörður, nyrsta byggðarlagið í kjördæminu, og það er brýnt að fá þessar úrbætur eins og hv. fyrirspyrjandi hefur lagt áherslu á.