Útbreiðsla svæðisútvarps á Austurlandi
Fimmtudaginn 25. janúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Jón Kristjánsson):
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svör hans og fagna því vissulega að hér er hugað að úrbótum. Ég undirstrika það, og það var erindi mitt í þennan ræðustól aftur, að ekki verði látið þar við sitja, eins og kom reyndar fram hjá hæstv. ráðherra. Hann mun óska eftir tímasetningu á frekari úrbótum í þessu efni. Það er rétt sem kom fram hjá hv. 2. þm. Austurl. að norðursvæðið liggur þarna út undan og sveitirnar í Austur-Skaftafellssýslu. Ég vil samt leggja áherslu á það að hér verði unnið að málum og settar ákveðnar tímasetningar um þetta efni. Hér er vissulega um kostnað að ræða en þó held ég að hann ætti ekki að vera óyfirstíganlegur eins og kemur fram í svörum ráðherra.