Orkuskattur og kjarasamningar
Þriðjudaginn 30. janúar 1990


     Halldór Blöndal:
    Hæstv. forseti. Það er ekki hægt annað en mótmæla því að þessi ríkisstjórn sem nú situr sé að gera kjarasamninga. Ég held að þeir viti það mjög vel sem hafa fylgst með umræðum nú upp á síðkastið að framkoma ráðherra hefur ekki verið þannig að það hafi greitt fyrir samningum, því miður, hvorki í beinum viðræðum við samningsaðila og heldur ekki með málflutningi sínum hér á Alþingi eins og þetta frv. sem við höfum verið að tala um sýnir. Og ótal önnur mál bíða afgreiðslu þannig að þeir samningar sem nú er unnið að að gera nást e.t.v. fram og þá þrátt fyrir ríkisstjórnina.
    En því miður verður það að segjast eins og er að framkoma ráðherra hefur verið þannig að ekki hefur greitt fyrir málum, hvorki viðræður þeirra við samningsaðila né heldur ummæli þeirra á Alþingi né málatilbúnaður þeirra.