Fyrirspurn um kennsluefni í íslenskum bókmenntum
Miðvikudaginn 31. janúar 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessara orða vill forseti upplýsa að það var ekki tillaga forseta hér áðan að fram kæmi samhljóða fsp. hinni fyrri heldur spyrði hv. þm. í nýrri fsp. um þau atriði sem honum þótti ekki svarað. ( HBl: Það var engu svarað.) Forseti getur ekki haft önnur afskipti af þessu máli en þau að taka við þeim fsp. sem hv. þm. vill fram bera en hæstv. ráðherra hefur þegar lýst því yfir að við samhljóða fsp. muni ekki berast annað svar.