Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna þeirra orða sem féllu hjá hv. 5. þm. Vesturl. verður forseti að taka það fram í fyllstu vinsemd að hann kætist nú lítt yfir orðalagi sem hv. þm. viðhafði um ofbeldi og ég hygg að þjóðin telji það lítt ofbeldi að hv. deild þurfi að sitja á fundi á föstudegi.
    Varðandi þá spurningu hversu langur þessi fundur verður, þá hyggst forseti halda honum áfram eitthvað fram eftir degi en væntir þess hins vegar að hugsanlega á þriðjudag í næstu viku, með góðu samkomulagi við hv. stjórnarandstöðu, verði hægt að halda bæði kvöld- og næturfundi.