Skattskylda orkufyrirtækja
Þriðjudaginn 06. febrúar 1990


     Jón Helgason:
    Hæstv. forseti. Hv. 4. þm. Vestf. er mjög kunnugur þingsköpum og stjórn funda. Ég heyrði því miður ekki allt hans mál þannig að ég veit ekki hvort hans álit á þessu atriði kom fram. Hins vegar hefur hæstv. fjmrh. oft rætt um þingsköp í sameinuðu þingi og ég lít svo á að þetta sé í samræmi við þau ákvæði að ráðherra sem ekki er alþingismaður hafi sambærilegan rétt og þingmenn, að öðru leyti en því að hann hefur að sjálfsögðu ekki atkvæðisrétt. En hann hefur málfrelsi hér í hv. Ed. eins og annars staðar á Alþingi og ég tel að því hljóti honum að vera leyfilegt að taka til máls hvaða form sem er á umræðu.