Skattskylda orkufyrirtækja
Miðvikudaginn 07. febrúar 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Reglulegum fundartíma í deildinni lýkur á miðvikudögum kl. 4 og nú hefur það upplýst að hæstv. iðnrh. er vant við látinn og treystir sér ekki til þess að koma hér í deildina til þess að flytja þá ræðu sem hann var búinn að tilkynna og leggja áherslu á, bæði í blaðagrein og hér úr þessum ræðustóli, að nauðsynlegt væri að hann fengi tækifæri til að flytja. Ég legg afskaplega mikið upp úr því að hæstv. iðnrh. geti staðið við loforð sitt um að gera þingheimi grein fyrir sínum skoðunum og vil enn ítreka hvort ekki sé hægt að ná samkomulagi um það við forseta deildarinnar að fundi sé frestað þannig að hæstv. iðnrh. fái tækifæri til að flytja sína tölu.