Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 07. febrúar 1990


     Forseti (Geir H. Haarde):
    Út af fsp. hv. þm. vill forseti upplýsa að fyrir liggur samkomulag um að reyna að ljúka afgreiðslu þessa máls fyrir kl. 17 og á þessu stigi er ekki vitað annað en að það samkomulag haldi. Það eru engin áform uppi um kvöldfund af hálfu forseta á þessu stigi máls. Að því er varðar fsp. til ráðherra þá getur forseti ekki skyldað þá til svara. En hann beinir til þeirra sjálfra þeim tilmælum sem fram komu hjá ræðumanni.