Hlerun farsíma
Fimmtudaginn 08. febrúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Karl Steinar Guðnason):
    Hæstv. forseti. Ég þakka samgrh. skýr svör. Það er rétt hjá honum að það er ólöglegt að hlera fjarskipti. En í verslunum munu vera til tæki sem í daglegu tali eru nefnd ,,skanner``, mjög ódýr tæki til að stunda þessa hlerun og því vil ég beina því til hæstv. ráðherra að hann beiti sér fyrir því að sala á þessum tækjum verði stöðvuð nú þegar.