Skólamáltíðir
Mánudaginn 12. febrúar 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég vil bera það af mér að hér sé um sýndarmennsku að ræða og bera það af mér að hér sé um slepjulegan málflutning að ræða. Hins vegar mættu þm. almennt vita það að í sumum skólum landsins eru skólamáltíðir. Þar bera sveitarfélögin, ríkið og foreldrarnir kostnað af þessum máltíðum. Mig undrar það ef það er orðinn málflutningur jafnaðarmanna hér í sölum Alþingis að það sem eigi að stuðla að félagslegu réttlæti í þessu landi sé kallað sýndarmennska.