Skattskylda orkufyrirtækja
Þriðjudaginn 13. febrúar 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp):
    Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði þegar ég ræddi fyrr um þingsköp að það er nýstárleg venja hjá ráðherra að svara ekki ábendingum og fyrirspurnum, senda skilaboð í gegnum forseta deildarinnar um að viðkomandi sjái ekki ástæðu til að taka til máls við umræðuna og reyna með þeim hætti að knýja á um það að talsmaður stjórnarandstöðu geti ekki komið við andsvörum þegar hæstv. ráðherra loksins tekur til máls.
    Ég þarf af þessum ástæðum, herra forseti, að taka nokkur atriði fram í sambandi við ræðu hæstv. iðnrh.