Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit
Miðvikudaginn 14. febrúar 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Með þessu frv. er fyrir það girt að Hollustuvernd ríkisins þarf ekki að sækja fyrirtæki fyrir dómstól úti á landi og láta dæma í því hvort það hafi brotið lög. Hún getur tekið einhliða ákvörðun um að loka fyrirtækinu án nokkurs frests, án nokkurs fyrirvara. Þetta vald er svo mikið og svo stórt sem þarna er verið að flytja suður til misvitra sérfræðinga að ég treysti mér ekki til að veita því stuðning að þetta sé gert og segi því nei.