Myndbandamálið
Fimmtudaginn 15. febrúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Guðmundur Ágústsson):
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svör hans og ég fagna því sem fram kom í svari við síðustu spurningunni sem er kannski kjarni fyrirspurnarinnar, að það skuli fyrst núna, þremur árum eftir þessar aðgerðir, vera að koma í ljós að myndböndunum verði skilað, viðurkenning á því að þarna hafi verið farið rangt að og að ekki hafi verið tilefni til að fara út í svo miklar og harkalegar aðgerðir sem raun varð á. Brotið sem slíkt er ekki þesslegt að ríkissaksóknari, að því er virðist í dag, líti á það sem stórglæp.