Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það að sveitarstjórnum sé skylt að láta kjósendur vita hve há fasteignagjöld eru samtals sem þau leggja á húseigendur. Það er ekki í lögum nú að það sé skylda að gera það og ekki gert á álagningarseðlum þannig að hér er verið að leggja til að kjósendur fái að vita hver raunveruleg álagning fasteignagjalda er og ég segi já.