Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Guðmundur Ágústsson:
    Virðulegi forseti. Með þeirri afgreiðslu sem nú er hér í Ed. er náð stórum áfanga í stofnun umhverfisráðuneytis. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við séum að ganga fram á veg. Með tilliti til þeirra verkefna sem koma til með að falla undir þetta ráðuneyti kemur þetta mál til með að marka djúp spor í Íslandssögunni. Ég kvíði því ekki, eins og fram kom hjá hv. þm. Danfríði Skarphéðinsdóttur, að væntanlegur umhverfisráðherra hafi ekki næg verkefni þegar ráðuneytið hefur verið sett á stofn. Þess bíða einmitt mjög stór verkefni, samræmingarverkefni, fræðsluverkefni og önnur verkefni sem brýnt hefur verið að taka á í umhverfismálum. Ég segi því já.