Tilhögun þingfunda
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég heyri á hæstv. forseta að til greina komi að fundur verði á föstudag og þingmenn geta þá farið heim kannski um kvöldið á föstudegi. Látum það vera. En ég heyrði líka rétt hjá hæstv. forseta að fundir í deild hefjist ekki fyrr en kl. 2 á morgun, að því megi treysta. ( Forseti: Já.)