Fyrirspyrjandi (Þorsteinn Pálsson):
    Frú forseti. Ræða hv. 2. þm. Austurl., aðaltalsmanns Alþb. í utanríkismálum, vekur jafnmikil vonbrigði og svar hæstv. utanrrh. var jákvætt. Hv. þm. ítrekar þá samþykkt sem Alþb. hefur gert í þessu efni og menn hljóta að spyrja: Hvað er að marka samþykktir ríkisstjórnar sem eru háðar gagnstæðum samþykktum einstakra stjórnmálaflokka? Það er greinilega ekki mikið í þær spunnið og óvissan því enn ríkjandi.